Göngur um Hólavallagarð og Fossvogsgarð

Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngur um Hólavallagarð og Fossvogsgarð undir leiðsögn Heimis Janusarsonar og Bryndísar Björgvinsdóttur.

Gengið verður um Hólavallagarð 8. og 15. september. Fjallað verður um grunnskipulag garðsins frá stofnun og fram til ársins 1930 og það borið saman við þróun borgarskipulags á sama tímabili. Rætt verður um einkennandi gróður hvers tímabils, þróun einkalóða, áföll sem orðið hafa og áhrif þeirra á ræktun, plöntuval og nýjungar í garðyrkju.

Framhaldsgöngur fara fram í Fossvogskirkjugarði 10. og 17. september. Þar verður haldið áfram að fjalla um þróun grunnskipulags og gróður í kirkjugörðum frá árinu 1930 til dagsins í dag.

 

Þessi viðburður er hluti af Menningarminjadögum Evrópu og er haldinn í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins.

Göngur um Hólavallagarð og Fossvogsgarð