Fréttir
Þri 01.03.2022 11:00:00
Uppfært 1.3.2022!
Engar samkomutakmarkanir
eru í athafnarýmum í Fossvogskirkju.
Engar samkomutakmarkanir
eru í gildi þangað til
annað er ákve....
Lesa meira
________

Sjá eldri fréttir



 
       Forsíða
       Opnunartímar
       Legstaðaskrá
       Starfsmannahald
       Störf í boði
       Umgengni um garðana

 
       Útfarir í dag eða á morgun


       English version

      

       Teljari: 2843626
Fossvogskirkjugarður  
myndir kort legstaðaskrá
 

Forsíða : Kirkjugarðar : Fossvogskirkjugarður

Leturstærð      

Fossvogskirkjugarður, sem vígður var árið 1932, er miðsvæðis í Reykjavík, nánar tiltekið í hlíðinni austan við Öskjuhlíð og vestan við Fossvog, sjá kort á Google maps. Garðurinn er um 28,2 hektarar að stærð og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Með viðbótinni frá 1987 fékkst rúm fyrir 3.900 kistugrafir í viðbót. Nú eru einungis frátekin grafstæði eftir og fækkar þeim smám saman eftir því sem líður á 21. öldina.


Vakin er athygli á því að hægt er að grafa duftker ofan á kistu með leyfi leiðishafa og hefur það færst í vöx síðustu ár. Þannig er hægt að útbúa fjölskyldugrafreiti.


Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því vökumaður garðsins.


Efst í Fossvogskirkjugarði er dreifilundur til að dreifa dufti frá bálstofu. Nöfn eru ekki tilgreind. Fyrsta dreifing var 19.júlí 2004. Fallegur legsteinasýningarlundur er líka í garðinum, duftreitur fyrir fóstur, hermannagrafreitir og ótal minnismerki sem reist hafa verið frá vígslu garðsins.


 

 

Ítarefni um Fossvogskirkjugarð.