Fréttir
Þri 01.03.2022 11:00:00
Uppfært 1.3.2022!
Engar samkomutakmarkanir
eru í athafnarýmum í Fossvogskirkju.
Engar samkomutakmarkanir
eru í gildi þangað til
annað er ákve....
Lesa meira
________

Sjá eldri fréttir



 
       Forsíða
       Opnunartímar
       Legstaðaskrá
       Starfsmannahald
       Störf í boði
       Umgengni um garðana

 
       Útfarir í dag eða á morgun


       English version

      

       Teljari: 2871340
Sólland - duftreitir  
myndir kort legstaðaskrá
 

Forsíða : Kirkjugarðar : Sólland - duftreitir

Leturstærð      

Sólland - duftreitir

 

Árið 2001 fengu KGRP úthlutað 3ja hektara landi undir duftkirkjugarð á landsvæði austan við Öskjuhlíðina og vestan við Fossvogskirkju sem nefnt hefur verið Sólland. Í markmiðs- og skipulagsforsendum fyrir samkeppni var gengið út frá eftirfarandi:

 

„Meginmarkmið samkeppninnar er að þátttakendur móti hugmynd að framtíðarduftgarði á Sóllandi og jafnframt frágangi á náttúrlegu svæði sem ætlað er að nái til hluta samkeppnissvæðisins. Skipulag og hönnun þurfa að taka mið af því að duftgarðurinn verði nýttur í áföngum væntanlega á mörgum áratugum. Lögð er áhersla á nútímalega hönnun, sem verði hagkvæm í byggingu og rekstri. Æskilegt er að þátttakendur leiti eftir samstarfi við listamann/listamenn, þar sem gert er ráð fyrir að listaverk geti gegnt mikilvægu hlutverki í heildaryfirbragði svæðisins. Jafnframt skal sýnt fram á lausn á því hvernig vesturhluti samkeppnissvæðisins verði mótaður sem náttúrlegt opið svæði - votlendi í samspili við duftgarðinn."

 

Samkeppni um hönnun svæðisins fór fram vorið 2003 og var 16 tillögum skilað inn. Arkitektar hjá Teiknistofunni Tröð urðu hlutskarpastir: http://www.tst.is/sam/ley.htm.


Framkvæmdir við garðinn hófust sumarið 2005 og verður þeim haldið áfram eins og fjármagn leyfir.

Duftgarðurinn á Sóllandi var vígður 2. október 2009.

 

 

 

Tölvumynd af Sóllandi