Bálstofa
Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkur í Fossvogi
Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkur í Fossvogi
Spurt og svarað um bálfarir
Hér er hægt að nálgast helstu spurningar varðandi bálfarir
Hér er hægt að nálgast helstu spurningar varðandi bálfarir
Bálfararbeiðni
Hér er hægt að fylla út bálfararbeiðni
Hér er hægt að fylla út bálfararbeiðni
Ganga í Hólavallagarði
Í tilefni Menningarminjadaga Evrópu munu Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngu í Hólavallagarði undir leiðsögn Heimis Janusarsonar umsjónarmanns garðsins. Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma. Skipulag garðsins verður skoðað í samhengi við borgarskipulag ásamt því að farið verður yfir gróðursögu garðsins og áhugaverð tré skoðuð. Síðast en ekki síst verður farið yfir tillögu um friðlýsingu á Hólavallagarði og hvaða áhrif það myndi hafa á garðinn og starfsemina í honum.
Farnar verða fjórar göngur í september: mánudaginn 2. miðvikudaginn 4. og svo aftur mánudaginn 9. og miðvikudaginn 11. september. Göngurnar hefjast kl. 17:30 við þjónustuhús við Ljósvallagötu.
Nánar má kynna sér dagskrá Menningarminjadaga Evrópu inná heimasíðu Minjastofnunar: https://www.minjastofnun.is/is/vidburdir/