Fossvogur

Fossvogskirkjugarður

Fossvogskirkjugarður var vígður árið 1932. Garðurinn er um 28,2 hektarar að stærð og er þá meðtalið svæðið vestast í garðinum sem tekið var í notkun árið 1987. Garðurinn er staðsettur í hlíðinni austan við Öskjuhlíð og vestan við Fossvog.
Nú eru einungis frátekin grafarstæði eftir í garðinum en hægt er að grafa duftker ofan á kistu, með leyfi leiðishafa.

Duftgarðurinn í Fossvogi var tekinn í almenna notkun 1950 tveimur árum eftir vígslu Fossvogskirkju og er hann um hálfur hektari að stærð. Árið 1991 var byrjað á viðamikilli endurgerð duftgarðsins en hann er nú þegar fullnýttur.
Efst í Fossvogskirkjugarði er dreifilundur til öskudreifingar og var fyrsta öskudreifingin þar árið 2004.

Fossvogskirkjugarður
Fossvogskirkjugarður
Fossvogskirkjugarður
Fossvogskirkjugarður
Hermannagrafreitur
Fósturreitur
Fósturreitur
Fossvogskirkjugarður
Sáluhlið Fossvogsgarði vetur

Opnunartímar

Opið allan sólarhringinn
Frá 1. maí til og með 31. ágúst.

Frá kl. 07:00 til 21:00
Frá 1. september til og með 30. apríl.