Hólavallagarður

Hólavallagarður

Hólavallagarður var vígður árið 1838. Garðurinn er þrír hektarar að stærð og er í vesturhluta borgarinnar við Suðurgötu. Árið 1932 var búið að úthluta öllum grafstæðum í garðinum og er nú aðeins grafið í frátekin stæði eða duftker í eldri grafir. Rétt er að benda á að við bestu aðstæður er hægt að jarðsetja allt að tíu duftker í eina gröf sem stuðlar að áframhaldandi nýtingu garðanna. Vökumaður Hólavallagarðs er Guðrún Oddsdóttir.
Margir athyglisverðir legsteinar og minningarreitir eru í garðinum og eru margir af merkustu Íslendingum og sögupersónum grafin í Hólavallagarði.

Hólavallagarður vetur

Opnunartímar

Hólavallagarður er opinn allan sólarhringinn en öll umferð vélknúinna ökutækja og reiðhjóla er bönnuð, nema með sérstöku leyfi hverju sinni.