Aðventuganga – Fossvogsgarður

Dagsetning: 05.12.2025 kl. 17:30

Staður: Fossvogsgarður

Aðventuganga með áherslu á jólatónlist og jólahefðir 20. aldar.

Í Fossvogsgarði má rekja sögu íslenskrar jólatónlistar yfir margra áratuga skeið. Í göngunni verða rifjaðar upp jólavísur og jólalög – bæði gömul og nýleg. Rætt verður um jólahefðir, sögu jólatrésins og boðið verður upp á smakk á smákökum eftir uppskriftum einstaklinga sem í garðinum hvíla.

Búnaður: Vatnsheldir skór – klæðnaður eftir veðri.

Áætlaður tími frá 17:30-19:00. Hámarksfjöldi 45 manns.