Gróður og saga í Fossvogsgarði
Dagsetning: 24.07.2025 kl. 19:00
Staður: Fossvogsgarður
Sumarganga í Fossvogsgarði undir leiðsögn Bryndísar Björgvinsdóttur starfsmanns garðsins. Gengið verður um elstu hluta garðsins og staldrað við nokkra reiti sem búa yfir tengingum við sögufræga atburði eða persónur sem settu sitt mark á síðustu öld. Fjallað verður um hefðir og siði sem tengjast kirkjugörðum og hvernig hvoru tveggja birtist í Fossvogsgarði. Staldrað verður við minnisvarða sem varpa ljósi á suma merkustu atburði 20. aldar og um leið verður göngufólki bent á áhugaverðan gróður sem dafnar í garðinum.
Komið er saman fyrir framan Fossvogskirkju.
Áætlaður tími frá 19:00-20:30. Hámarksfjöldi 40 manns.